Notendaskilmálar vefsíðu (ÍSLAND)

Stöðluð skjöl | Viðhaldið | Ísland

Skilmálar sem varða aðgang að og notkun á vefsíðunni samkvæmt íslenskum lögum. Þessi síða var áður þekkt sem „Skilmálar vefsíðunotkunar“ (ÍSLAND).

VINSAMLEGAST LESTU ÞESSA NOTENDASKILMÁLA VANDLEGA ÁÐUR EN ÞESSI VEFSÍÐA ER NOTUР 

HVAÐ ER Í ÞESSUM SKILMÁLUM?  

Í þessum skilmálum er að finna reglur varðandi notkun á vefsíðu okkar https://www.euronetatms.is/ (vefsíða okkar).

HVER ERUM VIÐ OG HVERNIG SKAL HAFA SAMBAND VIÐ OKKUR  

https://www.euronetatms.is

er vefsíða sem rekin er af Euronet 360 Finance Limited – Útibú („við“, „okkar“, „okkur“), skráð undir fyrirtækjakennitölunni 650521-0130, með skráða skrifstofu á Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, Íslandi.

Til að hafa samband við okkur skaltu senda tölvupóst á contact@euronetworldwide.com eða í þjónustusímanúmerið 0800 032 0707.

Ef þú vilt bera fram kvörtun í tengslum við framkvæmd eða notkun þessarar vefsíðu þá biðjum við um að þú sendir okkur tölvupóst með kvörtun þinni á ofangreint tölvupóstfang. Vinsamlegast mundu að lýsa í kvörtuninni þínum áhyggjuefnum yfir framkvæmd eða notkun á þessari vefsíðu og veittu okkur tengiliðaupplýsingar þínar.

MEÐ ÞVÍ AÐ NOTA VEFSÍÐU OKKAR SAMÞYKKIR ÞÚ ÞESSA SKILMÁLA  

Með því að nota vefsíðu okkar staðfestir þú samþykki þitt á þessum notendaskilmálum sem eru í gildi á þeim tíma sem síðan er heimsótt og að þú samþykkir að fara eftir þeim.

Ef þú samþykkir ekki þessa skilmála þá ættir þú ekki að nota vefsíðuna okkar.

Við mælum með því að þú prentir út afrit af þessum skilmálum til nota í framtíðinni.

AÐRIR SKILMÁLAR KUNNA AÐ EIGA VIÐ ÞIG  

Þessir notendaskilmálar vísa í eftirfarandi viðbótarskilmála sem eiga einnig við um notkun þína á vefsíðu okkar.

ÞAÐ MÁ VERA AÐ VIÐ GERUM BREYTINGAR Á ÞESSUM SKILMÁLUM  

Það má vera að við breytum stundum þessum skilmálum. Í hvert skipti sem þú vilt nota vefsíðu okkar skaltu skoða þessa skilmála til að tryggja að þú skiljir þá skilmála sem eiga við hverju sinni. Þessir skilmálar voru síðast uppfærðir 20/11/2023.

ÞAÐ MÁ VERA AÐ VIÐ GERUM BREYTINGAR Á VEFSÍÐU OKKAR

Það má vera að við uppfærum og breytum stundum vefsíðu okkar til að endurspegla breytingar á vörum okkar, þörfum notenda og forgangsröðun fyrirtækisins.

Þú ert ábyrg/ur fyrir öllu nauðsynlegu fyrirkomulagi (þar með talið með fjarskiptaþjónustuaðila þínum) til að fá aðgang að vefsíðu okkar.

ÞAÐ MÁ VERA AÐ VIÐ HÆTTUM REKSTRI Á EÐA TÖKUM NIÐUR VEFSÍÐU OKKAR  

Vefsíða okkar hefur ókeypis aðgengi.

Við tryggjum ekki að vefsíða okkar, né efni á henni, muni alltaf vera aðgengilegt eða ótruflað. Það má vera að við hættum rekstri á eða tökum niður eða heftum aðgengi að allri eða hluta af vefsíðu okkar vegna ástæða sem varða fyrirtækið og rekstur þess. Við munum reyna að gefa þér hæfilegan fyrirvara ef við hættum eða tökum nokkuð niður.

Þú ert einnig ábyrg/ur fyrir því að tryggja að allir einstaklingar sem hafa aðgang að vefsíðu okkar í gegnum internettengingu þína séu meðvitaðir um þessa notendaskilmála og aðra skilmála og skilyrði sem eiga við og að þeir fari eftir þeim.

VEFSÍÐA OKKAR OG UPPLÝSINGARNAR INNI Á HENNI ERU AÐEINS FYRIR NOTENDUR Á ÍSLANDI

Vefsíðu okkar og upplýsingum inni á henni er beint til fólks sem býr á Íslandi. Við lýsum því ekki yfir að efni sem aðgengilegt er á eða í gegnum vefsíðu okkar sé viðeigandi til notkunar eða aðgengilegt á öðrum stöðum.

HVERNIG ÞÚ MÁTT NOTA EFNI Á VEFSÍÐU OKKAR  

Við erum eigandi eða leyfishafi allra hugverkaréttinda á vefsíðu okkar og þess efnis sem birt er á henni. Þau verk eru vernduð af höfundarréttarlögum og samningum á heimsvísu. Öll slík réttindi eru áskilin.

Þú mátt prenta út eitt eintak og mátt hlaða niður útdráttum af hvaða síðu vefsíðu okkar til þinna eigin persónulegra nota og þú mátt vekja athygli annarra innan fyrirtækis/stofnunar þinnar á efni sem birt er á vefsíðu okkar.

Þú skalt ekki breyta neinum gögnum, hvort sem er í pappírsformi eða stafrænu, sem þú hefur prentað út eða hlaðið niður á nokkurn hátt og þú mátt ekki nota neins konar teikningar, ljósmyndir, myndbönd eða hljóðupptökur né grafík aðskilið frá þeim texta sem fylgir því.

Stöðu okkar (og allra auðkenndra þátttakenda) sem höfundar efnis á vefsíðu okkar þarf alltaf að viðurkenna.

Þú skalt ekki nota nokkurn hluta af efni á vefsíðu okkar til hagnýtingar án þess að fá til þess leyfi frá okkur eða leyfisveitendum okkar og þú skalt ekki endurgera, endurdreifa né birta öðrum manneskjum í heild eða að hluta til.

Ef þú prentar út eða hleður niður nokkrum hluta vefsíðu okkar sem brýtur í bága við þessa notendaskilmála þá tekur réttur þinn til notkunar á vefsíðu okkar enda umsvifalaust og þú skalt samkvæmt okkar vilja skila eða eyða öllum afritum sem þú gerðir af efninu.

EKKI REIÐA ÞIG Á UPPLÝSINGAR Á ÞESSARI VEFSÍÐU  

Efnið á vefsíðu okkar er aðeins veitt til almennrar upplýsingar. Því er ekki ætlað að samsvara ráðleggingum sem þú ættir að reiða þig á. Þú verður að nálgast ráðleggingar frá fagfólki eða sérfræðingum áður en þú tekur eða veigrar þér við að taka hvers kyns ákvörðun byggða á efninu á vefsíðu okkar.

Þrátt fyrir að reynum að uppfæra upplýsingarnar á vefsíðu okkar á raunhæfan máta þá veitum við ekki samþykki, ábyrgð eða tryggingu, hvorki beint né gefum það í skyn, að efnið á vefsíðu okkar sé áreiðanlegt, heildstætt, uppfært eða tiltækt til endurheimtar. Þetta á einnig við efni sem veitt er af þriðju aðilum. Áætlanir og mat endurspegla skoðun hvers höfundar á þeim tíma er undirbúningur eða ígrundun átti sér stað. Þetta kann að vera úrelt vegna yfirstandandi þróunar eða kann að hafa verið breytt án nokkurra breytinga á mati, ígrundun og upplýsingum sem veittar voru. Ef efnið hefur verið gert tiltækt af hálfu þriðja aðila eða endurspeglar skoðun þriðja aðila þá þarf það ekki að samræmast skoðunum okkar og kann jafnvel að vera í þversögn við þær.

VIÐ ERUM EKKI ÁBYRG FYRIR VEFSÍÐUM SEM VIÐ VEITUM TENGLA Á  

Þar sem að vefsíða okkar inniheldur tengla á aðrar vefsíður og tilföng sem veitt eru af þriðju aðilum þá eru slíkir tenglar einungis veittir þér til upplýsingar. Slíka tengla skal ekki túlka sem samþykki okkar á þeim vefsíðum sem tengill er veittur á eða upplýsingum sem þú kannt að nálgast frá þeim.

Við höfum enga stjórn yfir efni slíkra vefsíða eða tilfanga.

EFNI SEM BÚIÐ ER TIL AF NOTENDUM KREFST EKKI OKKAR SAMÞYKKIS  

Þessi vefsíða kann að innihalda upplýsingar eða efni sem hlaðið er upp af öðrum notendum vefsíðunnar, þar á meðal á upplýsingatöflur eða spjallrásir. Þessar upplýsingar og þetta efni hefur ekki verið sannprófað eða samþykkt af okkur. Skoðanir sem aðrir notendur vefsíðu okkar tjá eru ekki fulltrúi okkar skoðana eða gilda.

HVERNIG SKAL KVARTA YFIR EFNI SEM HLAÐIÐ ER UPP AF ÖÐRUM NOTENDUM  

Ef þú vilt kvarta yfir efni sem hlaðið er upp af öðrum notendum skaltu hafa samband við okkur á https://www.euronetatms.is/hafdu-samband/.

HVERNIG VIÐ KUNNUM AÐ NOTA PERSÓNUUPPLÝSINGAR ÞÍNAR  

Við munum aðeins nota persónuupplýsingar þínar eins og lagt er upp með í persónuverndartilkynningu: https://www.euronetatms.is/personuverndartilkynning/.

VIÐ ERUM EKKI ÁBYRG FYRIR VÍRUSUM OG ÞÚ SKALT EKKI INNLEIÐA ÞÁ  

Notkun þessarar vefsíðu krefst tækjabúnaðar með aðgang að internetinu sem styður netvafra (Mozilla, Internet Explorer, Chrome eða uppfærslur þeirra) og veitir Java Script og vafrakökurí vafranum. Við tryggjum ekki að vefsíða okkar verði örugg eða laus við villur eða vírusa.

Þú er ábyrg/ur fyrir grunnstillingu upplýsingatækni þinnar, tölvuforrita og verkvangs til að fá aðgang að vefsíðu okkar. Þú ættir að nota þitt eigið vírusvarnarforrit.

Þú skalt ekki misnota vefsíðu okkar með því að vísvitandi innleiða vírusa, trójuhesta, orma, röksprengjur eða annað efni sem er illviljað eða tæknilega skaðlegt. Þú skalt ekki reyna að öðlast óheimilaðan aðgang að vefsíðu okkar, tölvuþjóninum sem vefsíða okkar er hýst á né nokkrum tölvuþjóni, tölvu eða gagnabanka sem tengist vefsíðu okkar. Þú skalt ekki ráðast á vefsíðu okkar með DoS-árás eða DDoS-árás. Slíkar aðgerðir kunna að vera bannaðar og við munum láta viðeigandi löggæsluyfirvöld vita eins og við á og vinna með þeim með því að deila auðkenni þínu með þeim. Ef til slíks brots kemur þá verður rétti þínum til að nota vefsíðu okkar slitið umsvifalaust.

REGLUR UM TENGLA Á VEFSÍÐU OKKAR  

Þú mátt veita tengil á heimasíðu okkar að því gefnu að þú gerir það á sanngjarnan og löglegan hátt sem skaðar ekki orðspor okkar eða nýtir sér það.

Þú skalt ekki veita tengil á þann hátt að framsetningin bendi til nokkurs konar sambands, samþykkis eða staðfestingu af okkar hálfu ef ekkert slíkt er til staðar.

Þú skalt ekki veita tengil á vefsíðu okkar á nokkra vefsíðu sem er ekki þín eign.

Vefsíða okkar skal ekki vera sett fram á nokkurri annarri vefsíðu né mátt þú búa til tengil á nokkurn part vefsíðu okkar annan en heimasíðuna.

Við áskiljum okkur rétt til að draga til baka leyfi til tengils án tilkynningar.

Ef þú vilt veita tengil eða nýta þér á nokkurn hátt efni af vefsíðu okkar á annan hátt en útlistað er að ofan skaltu hafa samband við contact@euronetworldwide.com.

LÖG HVAÐA LANDS GILDA UM ÁGREININGSMÁL?  

Þessir notendaskilmálar vefsíðunnar lúta íslenskum lögum. Hvers kyns ágreiningsmál sem kunna að koma upp vegna notkunar á vefsíðu okkar sem ekki verða leyst á vinsamlegan hátt skal afgreiða fyrir dómstólum með svæðis- og efnisbundið lögsagnarumdæmi.

Við vísum þér til vettvangs Evrópusambandsins fyrir úrlausn deilumála á netinu utan dómstóla, sem finna má á vefsíðu: http://ec.europa.eu/consumers/odr/.

 

Hafa samband

Leita